Sönghæfileikar af Guðs náð

Ég fer ekki ofan af því að Whitney Houston er barasta ein besta söngkona sem þessi heimur hefur alið. Ég sat úti í bíl þegar ég var að koma heim úr vinnunni í dag og var stopp fyrir utan heima hjá mér. Þá kom lagið Didn't we always have it all, ég hækkaði í botn og ég sver það, ég fór í trans! Rosalega er hún góð og Bobby Brown einn af mestu skaðvöldum 20. og 21. aldarinnar, kannski fyrir utan George gamla Bush. Ef einhver á eftir að kaupa jólagjöf handa mér, þá á ég gamla diskinn með henni bara á kassettu síðan í gamla daga.

Gullkornin geta hrotið af vörum manna fram eftir öllum aldri. Alveg eins og þegar ég sagði: Nei, þarna koma dvergar í stórum stíl (komu út úr rútu í bíómynd) og ég sagði þetta án þess að fatta fyrr en eftir á hvað ég var að segja. Var orðin rúmlega tvítug þarna og líka þegar ég var að segja voða dramatíska sögu og sagði. Svo keyrðu þau burt eins og fætur toguðu.

Dóttir mín 9 ára var nefnilega að rifja upp í dag, þegar við fórum í Toys'r'us í Danmörku sl. sumar. Æ manstu, þarna á Stönginni (Hún meinti Strikinu).

Við vorum í rúmlega tveggja vikna fríi í Danmörku í sumar í sumarhúsi í vægast sagt köflóttu veðri. Eina nóttina geysaði stormur og risatré rifnuðu upp með rótum. Eitt þeirra féll niður rétt við bílaleigubílinn okkar. Hér heima var bongóblíða allan tímann. Það komu þó góðir dagar inn á milli í Danmörkinni sem voru vel nýttir.
Þarsíðasta sumar var ég í Flórens og hefði betur tekið með mér regnhlíf. Æðisleg borg sem var búin að vera draumaborgin mín alveg síðan ég lærði listasögu í menntaskóla. Maður var ekki svikinn af Uffizi safninu og Venusi. Davíð stóð keikur um alla borg þó veðrið hafi hvorugu okkar verið hliðhollt. Næsta sumar stendur bara til að vera heima á Ísalandi og njóta þess sem fallega landið okkar hefur upp á að bjóða. Ætli næsta sumar verði rigningasumar????

Að lokum: Vitið þið um einhverja erlenda söngkonu sem slær Whitney Houston við. Ég lít náttúrulega svo á að þögn sé sama og samþykki :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris Fríða

Enginn skákar ungfrú Dion

Íris Fríða , 16.11.2007 kl. 18:41

2 identicon

Átti von á þessu svari frá þér dúllan mín :)

Gyða Björk (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband