Félagsskíturinn ég

Eins og ég hef gaman af mannamótum, þá hefur mér enn ekki tekist að mæta á eina einustu uppákomu nýja vinnustaðarins.  Alltaf upptekin og loks ætlaði ég að mæta á föstudagskvöld í hangikjöt og skemmtilegheit, nema þá var sonurinn kominn með hita og við kúrðum saman allt föstudagskvöldið.  Íris mín og Stormur kíktu svo í heimsókn á laugardag og líka Anna og Kári sem var upplífgandi í heimasleninu.  Við bökuðum skammt 2 af súkkulaðibitakökum og svo var Helga síamstvíburinn hennar Berglindar Evu minnar líka hjá okkur og við áttum rólegt kvöld og spiluðum 7_up.   Bara notalegt.  Hins vegar fékk ég útrás í dag, keppti í blakinu og okkur gekk mjög vel og unnum 1. deildina :)  Rosa skemmtilegt.  Verðlaunin voru 1 bjór og nammipoki.  Sonurinn fékk öruggt skjól hjá ömmu Huldu á meðan.  Kíkti við hjá Brieti með innflutningsgjöf.  Upptalningu helgarinnar lokið.

Að hluta til lít ég á þetta blogg sem hálfgerð dagbókarskrif svo maður geti litið til baka og rifjað upp hvað maður hefur verið að aðhafast.  Til að skrifa niður skemmtilegar uppákomur og gullkorn tengd börnunum mínum og reyna að láta einhverjar gáfulegar hugrenningar fljóta með annað slagið ;). 

Læt hér fylgja eitt gullkorn af syni mínum sem var í baði að leika sér með uppáhaldsdótið, bílamyndabílana.  Pabbi hans var á vaktinni og var að raka sig í leiðinni.  Þá segir sá stutti skyndilega með mikilli áherslu:  ÞÚ ERT AÐ EYÐILEGGJA LÍMIÐ.  Ha, sagði pabbi hans.  þetta er ekki lím, þetta er raksápa.  Nei, ég er ekki að tala við þig, var svarið sem hann fékk.  Þeir eru að tala saman, þ.e. bílarnir.

Eftir að hafa fylgst með syninum að leik dágóða stund rann upp fyrir föðurnum ljós.  Arnar Máni var að fara með atriði úr myndinni Guffagrín þar sem bíll þeirra feðga Guffa og Max, rennur á fullri ferð niður brekku og út í á.  Þá hrópar Max til pabba síns.  Þú ert að eyðileggja líf mitt.  Bara skondið.

bless í bili  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi er góður af syninum.

Ég hlakka til að koma suður og sjá íbúðina hjá Bríet. Svo verðum við að kíkja á þig og baðherbergið sem maður er búinn að fylgjast með hérna á blogginu.

Kveðja Inga.

Inga. (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 22:29

2 identicon

Endilega. Íbúðin hennar er svo sæt og hugguleg. Ég var búin að nefna það við hana að bjóða henni í mat milli jóla og nýárs. Eruð þið eitthvað á ferðinni hérna fyrir sunnan þá?

kveðja,

Gyða Björk

Gyða Björk (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 22:53

3 Smámynd: Íris Fríða

Haha góður litli guttinn ! Gullmolarnir eru frábærir!

Íris Fríða , 11.12.2007 kl. 07:42

4 identicon

já Íris mín,

Næsta færsla verður sagan um hestinn frá því þú varst 5. Veit hvað þér fyndist gaman að heyra hana í 1000asta sinn

Tíhí

Gyða Björk (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 13:02

5 Smámynd: Íris Fríða

Heyrðu ég er bara langt á undan þér !!

http://stormadis.blog.is/blog/stormadis/entry/301540/ 

Íris Fríða , 11.12.2007 kl. 19:24

6 identicon

Ó þá verður það bara að vera góðverkssagan frá Ytra-Skörðugili :)

Gyða Björk (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 19:58

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

http://erla1001.blog.is/blog/erla1001/entry/388660/

skoðaðu þetta

Einar Bragi Bragason., 12.12.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband