Hátíð ljóss og friðar nálgast

 og það er orðið áþreifanlegt í skólastarfinu.  Kirkjuferð á morgun.  Litlu jól á miðvikudag og jólaskemmtun á fimmtudag, þar sem leikritið okkar Allt í drasli í Grýluhelli verður frumsýnt og við fáum að njóta þess sem aðrir bekkir hafa verið að undirbúa.  Svo er komið langþráð JÓLAFRÍ. 

Fór á laugardag að fylgjast með Berglindi Evu stíga sín fyrstu skref í keppni í fótbolta í Egilshöllinni.  Fyrsta sinn sem ég kem þangað líka.  Þar var mikið líf og fjör og sú stutta stóð sig alveg ágætlega þó hún eigi margt ólært Joyful  Ég set Hrefnu fótboltafrænku í málið. 

  Þessi sæta frænka mín átti afmæli á sunnudaginn, 14 ára snót og það er ekki að því að spyrja en hún systir mín fær 5 stjörnur fyrir veisluhlaðborðið sem hefði sómt sér í hvaða fermingarveislu sem er.  Fyrir rúmum 14 árum síðan þegar systir mín tjáði mér eftir skírn sem ég komst ekki á fyrir norðan að hún héti bæði mínu nafni og dóttur minnar var alveg ótrúlegt hvað ég þuldi upp margar samsetningar nafna án þess að finna þá réttu:  Björk Rakel, Gyða María, Björk María, Gyða Rakel, Rakel Björk, Rakel Gyða, María Björk.

En hún fékk nafn sem ömmur hennar báru í báðar ættir: María Gyða 

 Hef þetta stutt, jólakortabunkinn bíður  W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband