Menningarsukk

Jæja, nú á að auðga andann almennilega.  Taka bara út leikhúslífið í þessari borg með trukki og dýfu.

Skólinn minn er svo rausnarlegur að bjóða starfsfólki sínu að fara og sjá látúnsbarka þessa lands þenja raddböndin í söngleiknum um son Guðs.  Ég bauð hins vegar eldri dætrum mínum með, þ.e. Írisi og Rakel Maríu.  Mikið sem það verður fjör vona ég og heimapartý á eftir.

Svo er hún Anna vinkona mín þessi öðlingur búin að bjóða mér með sér í leikhús á laugardagskvöld en hún átti inneign í Þjóðleikhúsinu og við ætlum að sjá lærisveina Baltasars fara með Ivanov eftir Tsjekov.  Búin að heyra margt gott og sjá góða dóma um það.  

Að endingu er móðir mín búin að bjóða öllu slektinu, börnunum og barnabörnum í leikhús að sjá skilaboðaskjóðuna á sunnudag.  Við áttum leikritið á spólu og hlustuðum gjarnan á hana á ferðalögum, svo allir í fjölskyldunni kunna lögin og söguþráðinn og eru mjög spenntir að fara.  Háir sem lágir, í lofti.  Meira að segja Íris sæta ætlar að koma með þó hún sé komin á þrítugsaldur Wink

 Þannig að ég er að fara 3var í leikhús um helgina og borga ekki krónu (nema fyrir stelpurnar annað kvöld).  Geri aðrir betur segi ég nú bara.  Mér líður bara eins og Jóni Viðari hlýtur að hafa liðið meðan hann var í náðinni, já og öðrum menningarvitum.  

Ekki veitir annars af upplyftingu þar sem undirritaðri líður nú hálfpartinn eins og hún sé ósyndur andarungi í nýju vinnunni sinni og við það að drukkna.

Það eru próf á skólatíma.   Það þarf að búa þau til, fara yfir, færa inn, fara yfir vinnubækur, skrá hegðunareinkunn fyrir alla mína 130 nemendur, en samt undirbúa kennslu, vera í fullri kennslu, sjá um fundarritun og gera frétt á heimasíðu skólans.  En maður göslast þetta áfram og heldur sér á flotiSideways Þetta hlýtur að verða auðveldara í næstu umferð 

Farin að sinna ungum og heimili áður en Ísland-Svíþjóð skellur á klukkan 7. ÁFRAM ÍSLAND

 

Litli andarunginn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris Fríða

Takk fyrir mig segi ég nú bara! Bloggaði smá um þetta líka ;)

Íris Fríða , 21.1.2008 kl. 15:45

2 identicon

Mín var ánægjan

Gyða Björk (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband