Mæli með

Já, þá er það leiklistarrýni bloggsins.  Þið bara verðið að fara að sjá Ivanov.  Leikurinn hjá leikurunum er frábær, söguþráðurinn grátbroslegur og skondnir karakterar snilldarlega leiknir af Ilmi, Ólafíu Hrönn, Ólafi Darra og Jóhanni Sigurðar svo nokkrir séu nefndir.  Maður hló, fann til og var sem steinrunninn yfir öllu saman.  Ég ætla að kíkja á brúðkaupið í bíó fljótlega en sú mynd á sér fyrirmynd í þessu leikriti og það eru sömu leikarar. 

Sýningin í gær á Skilaboðaskjóðunni var líka alveg æðisleg.  Lögin eru svo skemmtileg og allt illþýðið og ævintýraliðið og dvergarnir eftirminnilegt litlum barnssálum sem skemmtu sér rosalega vel.  Má eiginlega segja að maður sé í skýjunum eftir þessar frábæru upplifanir.

That's life InLoveLoLUndecidedAngryCrying  Búið að spila á allan tilfinningaskalann.  Alveg rosalega gaman.

 Jesus Christ var líka hin þokkalegasta skemmtun og Singstar partýið á föstudagskvöld með skrítnu fiskisnittunum bara alveg frábært.  Ég fór síðust heim og það er nýtt met.  Hér er nefnilega viðkvæðið þegar ég fer eitthvað út, já mamma mín, þú verður sem sagt komin heim hálf tólf.  Mitt fólk hefur enga trú á mér í djamminu.  Ekki það að ég sé að reyna að sanna neitt.  Það var bara svo gaman að syngja.

Svo fórum við öll út að borða á Ask í gærkvöldi eftir leikritið og sá staður stendur alltaf fyrir sínu.  Gott verð og góður matur.

Þessa vikuna verður svo kliiiiikkað að gera við að fara yfir próf, er aðeins byrjuð en á heeeeelling eftir. Sat í tvo tíma í kvöld og bærði ekki á mér með prófabunkann.

Það eru kannski ekki meðmæli með mér sem enskukennara eftirfarandi tilvitnanir, en þetta er tekið upp úr prófum ónefndra krakka:

I went to Greece last summer.  Þýð: Ég fór að sjá Grís síðasta sumar.

She had long, blond hair.  Þýð:  Hún var með langt, blúndað hár.  annar sagði blandað.

Sunny hlaut nýyrðið sólskynjað

9,5 nemandi hjá mér þýddi supermarket sem ofurmarkað.  

Og svo var það hún Pamela is tall.  Þýð: Pamela er að tala.

Gott hjá þeim að vera dugleg að bjarga sér og well, we can't all be perfect.

Good night good people


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband