Vertíð

Í borg og bí

borgarstjórn ný    

Skipt æ og sí

stjórninni í 

Hugurinn hví

hvarflar að því

Björn fór í frí

Föt fékk sér hlý

Hver á næsta leik? Hver er skákmeistarinn í þessari refskák?

 

W00t  Þá er farið að sjá fyrir endann á námsmati nemenda minna.  Það var unnið til 10 á föstudagskvöld niðri í skóla og í gærkvöld hér heima og verður unnið smá meira í dag.  Hún Susanne vinkona gerði mér samt stóran greiða í gær.  Ég var búin að redda pössun fyrir guttann því ég ætlaði niður í skóla að vinna.  Þá gerði hún mér gönguferðartilboð sem ég gat ekki hafnað.  Við löbbuðum með hundana okkar og pjakkinn minn á sleða hringinn í kringum Rauðavatn í snjósköflum.  Á við besta eróbikktíma og að sjálfsögðu kærkomin súrefnisinnspýting eftir allt prófastússið.  Mig langaði nefnilega svo á skíði um helgina en var búin að ákveða að ég gæti ekki boðið syni mínum upp á meiri pössun en sem nam vinnutörn móðurinnar svo það var kærkomið að gera þá eitthvað skemmtilegt saman úti.  Oft þarf maður einhvern góðan til að draga sig af stað.  Takk Susanne og Títus.Halo

Ég á svo skondinn hund sem gæti hlaupið upp og niður Everest án þess að blása úr nös.  Hann er svo orkumikill að það er ótrúlegt.  Susanne líkti honum við Canonball sem er góð samlíking.  Svo þegar maður kallar á hann þegar hann er rokinn út í buskann kemur hann um leið stökkvandi til baka og ber framfæturnar svo hátt að hann minnir á kengúru og er eiginlega bara fyndinn.  Tala nú ekki um hvað hann er sætur svona kolbikasvartur í hvítum snjónum.  Við erum á fullu að reyna að fita hann því hann er svo grannur  en það er ekki von að það gangi hratt að fita hann miðað við alla orkuna sem hann eyðir Shocking

Annars er það manni nú efst í huga þessa dagana að það styttist í að maður verði frænka enn á ný. Níundi gullmolinn á leiðinni í okkar þriggja systkina hópi.  Nokkuð vel af sér vikið.  Skemmtilegt líka að ekkert þessara níu á afmæli í sama mánuði, svo það eru þrír mánuðir enn lausir Joyful  Greinilega enginn sérstakur fengitími í familíunni.  Við bíðum spennt eftir litla krílinu.  Ætlum að fá foreldrana tilvonandi í hrygg til okkar í kvöld, bróður minn, mágkonu og Óðinn litla.

Að lokum bið ég bara allar góðar vættir að vernda þá sem mér þykir vænt um sem fer fjölgandi 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband