Börn eldast

Þegar börnin verða FULLORÐIN ?? Hvað er í gangi eiginlega. Íris Fríða mín elskulega stjúpdóttir að eilífu var að keppa á töltmóti á ís á lánshesti frá Bryndísi systur og náði þeim frábæra árangri um helgina á Hvanneyri að verða í 2. sæti í flokki FULLORÐINNA. Er þetta grín eða??? Enda þegar hún sjálf heyrði tilkynnt um úrslit í ungmennaflokki þá fannst henni vera missagt þar sem ekkert var minnst á hana. Þetta stenst náttúrulega engan veginn miðað við stelpulegt útlit stjúpmóðurinnar stoltu. Frábær pizzuveisla hjá Önnu vinkonu á föstudagskvöld, takk fyrir okkur Sl. helgi var algjör sporthelgi, farið á blakmót á Skaganum, keppt við ÍK A í 2. deild í blakinu þar sem við unnum í odda 16-14, s.s. spennandi leikur og loksins drifum við okkur á skíði ég, Ása vinkona, Björn Þór, krakkarnir og Helga vinkona Berglindar. Í rjómablíðunni sem lék við landann á laugardaginn í Skálafelli. Yndislegt. Alla vega þegar í ljós kom að Helga var í lagi eftir flugferð beint á nefið eftir hraðabrun niður brekkuna, en mér var svolítið brugðið þegar ég sá skíðaverðina stumra yfir henni og tala í talstöðina um meiðslin hennar.  Hélt þeir væru að panta sjúkrabíl.  Sem betur fer var þetta ekki alvarlegt og hún jafnaði sig.  Svo fórum við Bryndís stóra systir með sængurgjöf til litla frænda í gær, var gaman að kíkja til þeirra, hann er svo vær og góður og yndislegur en eldri bróðirinn var eitt mesta kveisubarn sem sögur fara af og lífið dans á þyrnirósum. Vonum að stúfur litli eigi áframhaldandi góða magaflóru. Ilmur farinn að færast yfir húsið. Ég leyfði Berglindi Evu að spreyta sig á að baka kanilsnúða og eitthvað gerði hún þetta í öfugri röð blessunin en þeir líta nú bara vel út samt :) Metum börnin okkar, gefum þeim tíma og ást, þau stækka allt of hratt eins og dæmin sanna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris Fríða

Þetta er líka svo ógeðslega ósanngjarnt að ég stækka ekkert í samræmi við aldur, svona einsog ég gerði hér í denn, nýtt ár nýr cm. Núna læðast cm bara aftan manni - litterally

Íris Fríða , 4.3.2008 kl. 10:42

2 identicon

 góður

Gyða Björk (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband