Morðingjaleikur/nafngift

Það er orðin grá og guggin mannvera sem stýrir heimilinu hér í 108, búin að vera hóstandi og hás í viku og hef ekki sofið heila nótt í 5 nætur vegna hóstakasta.  Ja, sem betur fer segi ég er nú komið páskafrí enda ekki besta staðan að vera hás í kennslustarfinu Sick

Skólinn og ég erum jafngömul eða urðum 40 ára á síðasta ári, af þeim sökum eru hátíðarhöld í skólanum (kannski aðallega vegna skólans) og síðasta vika var mjög skemmtileg ef horft er fram hjá hæsismálum.  Risasúkkulaðikaka, töframaður, þemaklæðnaður, morðingjaleikur starfsmanna (sem fór að vísu úr böndunum).  Ég var grunlaus drepin (með servíettu) eiginlega áður en ég var búin að lesa reglurnar um leikinn og nýbúin að fá blaðið með þeim sem ég átti að drepa og hvernig.  Ég stakk miðanum í vasann og hljóp inn á gang hjá unglingunum að ljósrita þar sem ritararnir voru að ljósrita í vinnurýminu okkar.  Var þá ekki minn morðingi unglingakennari sem af tilviljun labbaði framhjá þessar 2 mínútur sem ég var þarna að ljósrita.  Þvílík óheppni.  Hann fékk þá miðann með mínu fórnarlambi og drápsaðferð og þannig gerðust þeir duglegustu raðmorðingjar.  Fólk var ýmist drepið með kossi, faðmlagi, kústi, blýanti og bara hverju sem er, enginn með því sama.  Sumir fengu sér lífverði Joyful Reglurnar voru þær að enginn mátti sjá með hverju þú varst drepinn, en það mátti heyra þegar sagt var drepinn, enda skólinn opið rými og óhægt um vik að hafa það öðruvísi.  Verðlaunin voru páskaegg.  Það voru gerð þau mistök að fólk var látið skrá sig niður þegar það var drepið og með hverju svo þeir tveir síðustu vissu hvor af öðrum og það skapaðist umsátursástand í skólanum.  Endaði leikurinn svo að þeir deildu verðlaununum þar sem þetta fór úr böndunum eins og áður sagði.

 

Anna og Kári komu í notalegt spjall og kaffi á fimmtudag.

Báðar stelpurnar mínar fóru á skíði í Bláfjöll í góða veðrinu á föstudag með vinkonum sínum svo ég greip tækifærið og skaust í kaffi til Brietar meðan sá stutti svaf í bílnum.

Í gær töltum við svo í góða veðrinu niður Réttarholtsveginn niður að Fossvogsdal og þar yfir í Furugrundina þar sem litli bróðursonur minn mánaðargamli fékk nafn.  Hann heitir Bjarki og það var veisla honum til heiðurs.  Þannig að nú eiga systkini mín Gyðu og Bjarka.  Að sjálfsögðu tek ég það allt til mín þó ég viti að í hvorugu tilfellinu sé það meinið.  Maður er svo sjálfhverfur.

En jæja, ætla að mála, veggfóðra og dedúa í góða veðrinu í dag.  Langar svo að gera svolítið fínna áður en ég held afmælisboð fyrir 10 ára dúlluna mína en hún á afmæli á páskadag.  Við Rakel María erum að plotta svolítið í sambandi við afmælisveisluna hennar sem ég held að eigi eftir að koma henni skemmtilega á óvart. 

 

Vorkveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ hæ

nýjar fréttir af ættarmóti á ættarmótssíðunni!

erum ekki með netföng frá ykkar fjölskyldu

kv

Kristín

Kristín Ármanns (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband