10 ára afmæli

Það er náttúrulega stærsta fréttin þessa dagana.  Páskar og upprisa, hvað.  Hún litla dóttir mín varð sem sagt 10 ára núna á Páskadag, sem mér skilst að muni vera í eina skiptið sem svo hittist á í hennar ævi.  Við eyddum afmælisdeginum hennar mæðgurnar þrjár uppi í Bláfjöllum í fínasta veðri en svolítið blautu svo snjórinn var þungur en þetta var mjög hressandi eftir flensuinnihangsið undanfarið og ég tala nú ekki um páskaeggjaát.  Við vorum svo boðin í veislu til Bryndísar og Egils í Ennishvarf á Páskadag í nautasteik bernaise. 

Í dag verður svo lítið fjölskylduboð fyrir afmælisbarnið og verður hennar uppáhaldsmatur á boðstólum.  Þ.e. humarsúpa, brauð og humarhalar.  Hún EEEEELLLLLLSSSSSKKKKKKAAAAARRRR humar.  Þegar hún var fyrst byrjuð að fara í frí með pabba sínum var það eitt sinn að hún fór í tvö ferðalög með honum með dags millibili og kom heim þennan eina dag.  Þá var hún ca. 6 ára.  Móðirin sagði að hún mætti velja hvað yrði í kvöldmatinn þennan eina dag og hún bað um humar og fékk hann Cool

Þegar við förum á Fjöruborðið á Stokkseyri sem er frábær staður með æðislegan humar og súpu og við reynum að gera af og til þá borðar hún manna mest.

Ég dreif mig loksins á Brúðgumann í bíó í gær með Þóru vinkonu minni og je minn eini hvað ég hló.  Myndin er hreint út sagt bráðfyndin og frábærlega skemmtileg.  Algjör perla.

Gleðilega páskarest


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband