Hringrásin

Já, hvernig hann sonur minn áttaði sig á hringrás líkamans veit ég ekki en við áttum skemmtilegt samtal þegar ég fór niður í Glitni í Mjódd í morgun að stússa í peningamálunum.  Ég keypti handa honum forláta bílamyndabolta í Toy'sRUs í gær þegar Berglind Eva var að velja sér dót fyrir afmælispeningana sína.  Við vorum að tala um boltann og ég sagði að við yrðum að passa að Sómi nagaði hann ekki.  Nei mamma, hann nagar ekki boltann var svarið sem ég fékk.  Þá sagði ég :,, hann Sómi nagar nú svo margt og svarið sem ég fékk um hæl var.  Nei mamma, þá kúkar hann bara bolta.  Mér fannst þetta ekkert smá fyndið, vissi ekki að ungi maðurinn 3ja og hálfs árs hefði vitneskju um þennan feril sem maturinn fer í gegnum líkamann.  Svo bætti hann um betur þegar við vorum komin út í bíl og setti móðurina á gat þegar hann sagði:  Mamma, förum í búðina þar sem blómin og trén eru.  Hún er við hliðina á bankanum (s.s. Garðheimar).  Nota bene, ég hef ekki farið í Garðheima í háa herrans tíð og fer þangað mjög sjaldan. 

Annars verslaði ég mér hjólhest áðan og hugsa mér gott til glóðarinnar að hjóla út um allt í nágrenni nýja heimilisins, um Elliðaárdalinn, Fossvoginn, niður í Nauthólsvík, í Laugardalinn og bara út um allt.  Ég keypti rest (2007 árgerð) af hjóli í Útilíf á 30% afslætti og þóttist ansi góð að sleppa með 18.000 rúmar í nýtt hjól og í uppáhaldslitnum (bláum) meira að segja.  Þannig að ef einhver er í heilsuhugleiðingum og vantar nýjan fótaknúinn fák þá vitið þið af þessu.

Yfir og út (að hjóla :) )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris Fríða

Hehe hann er alger snilli, en gott að vita að það er kominn aftur mótórfákur í famelíuna!

Íris Fríða , 2.4.2008 kl. 18:03

2 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

...og fóruð þið ekki alveg örugglega í Garðheima þar sem blómin og trén eru?

Anna Viðarsdóttir, 2.4.2008 kl. 23:13

3 identicon

Ég reyndar hafði því miður ekki tíma til að kíkja þangað en verð að bæta úr því fljótlega

Gyða Björk (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband