Sólríkir sumardagar

Af óviðráðanlegum orsökum styttist ferð okkar í Munaðarnes og við ákváðum að dvelja bara um helgina. Komum heim á sunnudag til að mæta í grill með karli föður mínum, ömmu og afa og öllum. Erum búin að eiga mjög góða daga hér heima í góða veðrinu. Fórum á 17. júní í Árbæjarsafn með Bryndísi, Agli, mömmu og Viðari Darra. Við höfum oft eytt þjóðhátíðardeginum á safninu. Mér finnst það eitthvað svo viðeigandi að fagna þessum degi eins og komin aftur í gamla tíma. Berglind Eva klæddist þjóðbúningi sem amma mín heitin og nafna saumaði á mig. Það eru gjarnan skemmtilegar hliðarsýningar á safninu. Núna var hægt að sjá andstæðurnar diskó og pönk, herbergi frá þessum tíma, klæðnað, myndir og fróðleik. Diskómegin var svo komið ekta dansgólfið úr gamla Hollywood sem vakti upp gamlar minningar. Þar vann ég sem barstúlka og minn fyrrverandi eiginmaður sem dyravörður þegar við kynntumst forðum daga. Svo er þar leikfangasýning á gömlum leikföngum. Þegar við mættum var þjóðdansafélagið að byrja með sýningu og svo var öllum viðstöddum boðið í 2 hringdansa. Að sjálfsögðu var svo staldrað við í kaffihúsinu og snæddar pönnukökur með rjóma og sultu og flatbrauð með hangikjöti. Skolað niður með rjómakakói.  Svo gaman.

Í dag ætlum við að bruna í Hafnarfjörð sem er nú einhvern veginn ekki eins mikið mál og þegar við bjuggum í Mosó, en þá ætlaði allur dagurinn að fara í það. Heimsækja vinkonu mína Hjöddu með alla gullmolana sína og eiga góðar stundir saman í blíðunni.

Framundan er svo skyldumæting á kvennalandsliðsleikinn á laugardaginn. Ég hef oft mætt á leiki hjá þeim. Þær hafa verið að vinna svo góða sigra á undanförnum árum og gaman að fylgjast með þeim. Vona ég að áhrínsorð margra í fjölmiðlum undanfarið hafi þau áhrif að völlurinn verði fullur af eldheitum stuðningsmönnum. Ég læt mig ekki vanta.

Svo er fertugsafmæli hjá Brieti minni sem byrjar að leik loknum. Mikið fjör og mikil stemming framundan.

Yngri molarnir mínir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

916484011_111

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ÁFRAM ÍSLAND 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Kristinsson

Rosalega eru þetta falleg börn þarna á myndinni

Björgvin Kristinsson, 19.6.2008 kl. 11:32

2 Smámynd: Íris Fríða

Bara að kvitta fyrir mig! Sé þig sem fyrst

Íris Fríða , 20.6.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband