Afmæli og fótbolti

Já það eru bara bráðum komin 20 ár síðan ég kynntist henni Írisi stjúpdóttur minni, en hún var bara tveggja ára rófuskott þegar ég sá hana í fyrsta sinn. Hún átti afmæli í gær og er orðin 22ja ára. Til hamingju sæta Írisin mín. Mér er enn í fersku minni fyrsta sinn er við hittumst og áttum samræðurnar um vínberið (smá einkahúmor) nicole_5_smfile

 

 

 

 

Við ætlum að sæta færis að fara út að borða á næstunni í tilefni þess en að sjálfsögðu er hún í einhverju hrossastússi á afmælisdaginn en eins og allir vita sem þekkja hana vel elskar hún dýrin af öllum stærðum og gerðum. Það er spurning hvar maður kemur í forgangsröðinni á eftir Storminum, Örinni, kettlingunum og páfagaukunum. Henni er þetta í blóð borið og þegar við áttum heima á Þingeyrinni forðum daga voru hennar bestu stundir að príla upp í fjall með prikin sín sem öll táknuðu glæsta fáka og báru höfðingleg nöfn. Hún las ekki mikið sér til ánægju, nema hestabækur. Ja ekki eru hún Bryndís systir blóðtengdar en svo sannarlega andlega skyldar á þessu sviði.

tallest-smallest-horse

 

 

 

 

 

 

 Hér er skemmtileg mynd af minnsta og stærsta hesti líklegast í the U.S. of A. Dálítill munur

Það eru annars allar þjóðirnar sem maður hélt með að detta út af EM. Tyrkirnir komast áfram á Tyrkjaráni endalaust og ganga svo af göflunum heima og skjóta út í loftið og senda samlanda sína á sjúkrahús. Við skulum bara rétt vona að þeir verði ekki Evrópumeistarar, það yrði rosalegt. Farið alla vega varlega ef þið eruð á leið til Tyrklands. Sem betur fer unnu Spánverjar sætan sigur á Ítölum í gær, í fjórðu tilraun, en þeir hafa tapað þann 22. júní þrívegis í vítaspyrnukeppni á stórmóti en léttu bölvuninni í gær. Þá getur maður haldið með einhverjum. Kom í 4. tilraun hjá þeim á afmælisdeginum hennar Írisar en hún er líka 1/4 Spánverji svo það hlaut að koma að þessu (smá langlokuútúrdúr hjá mér) Vonandi fara þeir alla leið.

Gengum endilangan Elliðaárdalinn við Rannveig með pjakkana okkar upp í  Árbæ á föstudaginn. Alveg er yndislega fallegt að ganga um þennan dal og mér fannst þeir nú frekar duglegir að leggja þetta allt undir fót litlu stúfarnir en það gekk frekar hægt hjá þeim því það var svo margt að sjá og skoða í náttúrunni.

Framundan er nú bara meira strandblak, fórum í síðustu viku líka og að sjálfsögðu að mæta á völlinn á fimmtudag til að styðja íslensku landsliðsstelpurnar aftur en þær buðu upp á veislu um helgina eins og fótboltaáhugamenn vita. Svo er fyrirhugað saumógrill í Heiðmörk.

Farið varlega í umferðinni og á heiðum þar sem von er á ísbjörnum og eigið góða daga í sólinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris Fríða

Takk æðislega fyrir kveðjuna og falleg orð í minn garð

Íris Fríða , 28.6.2008 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband