Klukk

Ég var klukkuð.  Bryndís systir klukkaði mig og hér koma mín svör :)

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Búðarkona í Nesval

Læknaritari

Vann á safnadeild Ríkisútvarpsins við að raða plötum og leigja út :)

kennslukona um víðar grundir

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

The Sixth Sense

Flugdrekahlauparinn

Four Weddings and a Funeral

My fair lady 

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Vesturberg

Engjasel

Þingeyri

Mosfellsbær

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

One tree hill

ANTM

CSI

Friends

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Flórens

París

Marokkó

Austurríki

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

mbl.is

arbaejarskoli.is (alla vega á virkum dögum yfir veturinn)

facebook.com

simnet.is (pósturinn)

Fernt sem ég held uppá matarkyns:

nautakjöt

kjúklingur

creme brulee

mexíkóskur matur

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

Ja, maður kemst nú ekki oft yfir það, svo ég nefni bara uppáhalds bækurnar:

Grafarþögn

Salka Valka

Flugdrekahlauparinn

Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Halldóra

Anna Viðars

Susanne

Berglind Eva

Annars er búin að vera mjög þéttskipuð dagskrá, í meira lagi:

Mánudagur: slysó og Heiða frænka í heimsókn

þriðjudagur: blak

miðvikudagur: kíkt á hvolpana á Grettisgötunni öðru sinni en þeir fara að yfirgefa hreiðrið

fimmtudagur: blak og svo boðið í grjónagraut og slátur hjá stóru systur í Ennishvarfi. Svo kíkti Írisin mín í heimsókn

föstudagur: Þóra vinkona datt inn í kaffisopa.

Andrea og Helga vinkonur Berglindar Evu gistu hjá okkur í náttfatapartýi, með snakk og video. Í dag ætla ég að leyfa þeim vinkonunum að mála á kertastjaka sem ég keypti fyrir þær. Við Rakel ætlum aðeins að kíkja saman í bæinn og í kvöld fæ ég Ástu Sól frænku í mat en hún er grasekkja þessa dagana.  Á morgun ætlum við Rannveig að hittast með pjakkana litlu.

Á mánudag á svo litli prinsinn minn 4ra ára afmæli en sökum þess að hann fer í saumatöku á afmælisdaginn Frown  ætlum við að bíða aðeins með afmælishald.   Góða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband